Forstöðumenn stofnana Innanríkisráðuneytisins funduðu um nýtt skipurit

fundurinnInnanríkisráðuneytið efndi á þriðjudag til fundar með forstöðumönnum stofnana ráðuneytisins og sótti hann á fimmta tug manna. Á fundinum var  frá nýtt skipurit ráðuneytisins sem tekið hefur gildi kynnt og síðan fjallað um fjármál og fjárlagagerð og fjármálaáætlun áranna 2017 til 2021.
Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri fór yfir nýtt skipurit ráðuneytisins sem tók gildi á dögunum. Fjallaði hún um helstu ástæður breytingarinnar og sagði þær meðal annars vera að eftir rúmlega 5 ára starfstíma ráðuneytisins væri eðlilegt að endurskoða skipulagið og að fram hefðu komið ábendingar um endurskoðun. Sjá skipurit ráðuneytisins.
Ingilín Kristmannsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu stefnumótunar og fjárlaga, fjallaði um fjármálin, og greindi hún frá fjármálaáætlun áranna 2017 til 2022, fjáraukalög fyrir 2016 sem nú eru til meðferðar á Alþingi, lokafjárlög 2015 og fjárlög næsta árs og hvernig undirbúningi þeirra væri háttað, auk þess sem hún ræddi jafnframt um tímaásinn í verkefninu framundan Þá ræddi Marta Birna Baldursdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um áætlanagerð stofnana til þriggja ára.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila