Fræðsla betri en sáttameðferðir í umgengnisdeilum

heimirhilmarsHeimir Hilmarsson fyrrverandi formaður Félags um foreldrajafnrétti segir vænlegra til árangurs að fræða foreldra heldur en að þvinga þá í sáttameðferð í umgengnisdeilum. Heimir sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun bendir á að í sáttameðferð fari engin eiginleg fræðsla fram „það er ekkert verið að ræða um bestu hagsmuni barns og hvernig sé best að gera þetta saman, sáttamiðlarinn kemur hlutlaus inn í málið og hann er að reyna að draga fram sjónarmið foreldra og athugar hvort það sé hægt að finna einhvern sáttargrundvöll á því og það er í sjálfu sér gott mál, en þetta þarf að vera mjög afmarkaður tími og það vantar alveg inn í lög að það sé tímafrestur á þessu, það á ekkert að vera gefa fólki margar vikur í að mæta ekki í sáttameðferðir,“segir Heimir.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila