Frakkar afnema orðin faðir og móðir. – Foreldri 1 og 2 koma í staðinn til að gæta jafnréttis samkynhneigðra

Samkvæmt nýjum frönskum lögum um ”skóla sem hægt er að treysta” verða orðin faðir og móðir afnumin en í staðinn notuð orðin foreldri 1 og foreldri 2. Valérie Petit fulltrúi REM-flokks Macrons Frakklandsforseta segir að ”margar fjölskyldur séu staddar á vegamótum gamaldags fjölskyldulíkana og breytingin sé tákn félagslegs jafnréttis.” Petiit segir að orðin faðir og móðir „séu hvorki sniðum að lögum um hjónabönd samkynhneigðra né tilvist samkynhneigðra foreldra.“

 

Lögin hafa mætt mikilli andstöðu Lýðveldisflokksins og Þjóðfylkingar Marien Le Pen. ”Þegar ég heyri fólk sem segir að þetta sé gamaldags líkan vil ég benda á, að 95% borgaralegra eða kirkjulegra giiftinga eru á milli manns og konu” sagði íhaldsmaðurinn Xavier Breton. Marine Le Pen sagði að ”gríman hefði fallið” varðandi sýn Macron á samélaginu. Jordan Bardella úr Þjóðfylkingunni sagði að „lögin væru hugmyndafræðilegur heilaþvottur barna og að einræðið væri á næsta leiti.”

Alexandre Urwichz, formaður samtaka samkynhneigðra foreldra, leist vel á lögin en varaði við stéttaskiptingunni á milli foreldis 1 og 2: ”Hver á að vera foreldri 1 og hver foreldri 2?” spurði hann.

Sjáið þið fyrir ykkur, þegar Svarthöfði útskýrir fyrir Loga: ”Ég er foreldri þitt númer eitt” eða þegar þekkt bæn mun hefjast á orðunum: ”Foreldri eitt, þú sem ert á himnum……“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila