Frakkar vilja ekki fleiri flóttamenn

flottamennfrakklandYfirgnæfandi meirihluti Frakka vill ekki taka við fleiri flóttamönnum skv. nýrri skoðanakönnun Ifop í Frakklandi. Samkvæmt könnuninni setja 62% Frakka sig alfarið á móti því að tekið verði á móti fleiri flóttamönnum til Frakklands. Könnunin sem gerð var á vegum franska blaðsins Atlantico sýnir að fólk er búið að fá yfir sig meira en nóg af flóttamannakrísunni og tekur miklu harðari afstöðu gegn flóttamönnum nú en áður. Hluti þeirra sem vilja taka á móti fleiri flóttamönnum hefur minnkað um 8% á stuttum tíma og er nú 38%. Talið er að Hryðjuverkin í París og Nice hafi haft áhrif á skoðanir Frakka í málinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila