Frakklandsforseti biður um „endurfæðingu Evrópu“

Emanuel Macron Frakklandsforseti reyndi árangurslaust að stöðva viðskiptaumræður ESB við Bandaríkin vegna neitunar Donald Trumps Bandaríkjaforseta að skrifa undir loftlagssamning Parísar. Segir Frakklandsforseti að engir viðskiptasamningar verði gerðir nema við þau ríki sem hafa skrifað undir Parísarsamninginn. Trump olli mikilli gremju í herbúðum ESB í vikunni, þegar hann tísti „að ESB væri hrottafenginn viðskiptavinur“ í sambandi við meðhöndlum ESB á Bretum á fundi ESB-ráðsins s.l. miðvikudagskvöld. Macron hafði áður mistekist að fá ESB til að samþykkja „endurfæðingu Evrópu“ sem mikilvægara verkefni en að semja um útgöngufrest fyrir Breta og lenti upp á kant við Þjóðverja sem vildu gefa Bretum frest út allt árið og helst miklu lengur.  Samkomulag náðist um 31. október n.k. og sætti Frakklandsforseti sig við það, því þá „trufluðu Bretar ekki störf nýju Framkvæmdastjórnarinnar sem tekur við störfum 1. nóvember n.k.

Frakklandsforseti berst  við vaxandi andstöðu heima fyrir m.a. með baráttu „Gulu vestanna“ sem staðið hafa samfleytt í meira en 19 vikur. Þá mætir Frakklandsforseti fulltrúum „gleymda fólksins“ sem bjóða fram til ESB-þingsins með stuðningi Marine Le Pen. Ný stjarna hreyfingarinnar Jordan Bardella 23 ára að aldri berst hart gegn búrókrötunum í Brussel og sagði á kosningafundi nýlega að „eftir að Emmanuel Macron var kjörinn forseti hefur enginn komist hjá þeirri staðreynd að elítan sýnir engan áhuga á Frakklandi – því Frakklandi sem við elskum og berjumst fyrir!“

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila