Framfarir í öryggismálum sjómanna á síðustu árum aukinni fræðslu að þakka

Haukur Sigvaldason kvikmyndagerðarmaður.

Haukur Sigvaldason kvikmyndagerðarmaður segir framfarir sem orðið hafa í öryggismálum sjómanna á undanförnum árum vera gríðarlegar og því megi þakka aukinni þekkingu og markvissri fræðslu. Haukur sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun missti ungur föður sinn í sjóslysi rétt utan við Dalvík sem rekja má til óveðurs sem skyndilega skall á 9.apríl 1963, en á þeim árum voru sjóslys algeng og margar fjölskyldur sem misstu fyrirvinnur sínar í slíkum slysum. Frá þeim tíma hefur fræðsla skilað þeim árangri að sjóslys teljast afar fátíð þó þau gerist vissulega enn. Haukur telur að þó margir samverkandi þættir geri það að verkum að slysum hafi fækkað svo mjög megi ekki gleyma þætti Slysavarnarskóla sjómanna í þeim efnum „ Slysavarnarskólinn og Hilmar Snorrason hafa skilað náttúrulega alveg ótrúlega góðri vinnu og þetta er mikil breyting frá því sem áður var og menn eru upplýstari, og ef ég man rétt þá þurfa menn að fara reglulega í endurmenntun„,segir Haukur.

Athugasemdir

athugasemdir