Framkvæmd heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er í andstöðu við markmiðin í loftlagsmálum sem voru samþykkt í Pólandi.

Í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna má finna atriði sem í framkvæmd stangast á við markmið Sameinuðuþjóðanna í loftslagsmálum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Meðal þess sem Guðmundur bendir á að meðal þess sem fram komi í markmiðnunum sem stangist á í framkvæmd er til dæmis að fyrir árið 2030 skuli öllum jarðarbúum tryggður aðgangur að salernisaðstöðu, baðaðstöðu og hreinu vatni, sem leiði óhjákvæmilega til að meiri mengun skili sér í höfin, og bendir Guðmundur á að fjölmörg fleiri atrði megi benda á sem sýni að heimsmarkmiðin eru að mörgu leyti í fullkominni andstöðu við samþykktir í loftslagsmálum sem Íslendingar samþykktu nýlega í Katowice í Pólandi. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. Hér má smella til að skoða heimsmarkmiðin.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila