Heilbrigðisráðherra úthlutaði 400 milljónum úr framkvæmdasjóði Aldraðra

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úthlutaði á dögunum rétt um 400 milljónum króna úr framkvæmdasjóði aldraðra sem eiga að renna til endurbóta og uppbyggingar á hjúkrunarheimilum á landsvísu.

Svandís segir að framkvæmdir að undanförnu í málaflokknum hafi bætt stöðu þeirra einstaklinga sem ekki getið búið heima vegna heilsubrests svo um munar,

Þá er ekki síður mikilvæg sú uppbygging sem felst í fjölgun dagdvalarrýma, því í þeim felst þjónusta sem tvímælalaust lengir möguleika aldraðra til að búa heima þótt þeir þurfi mikinn stuðning. Og það er jú það sem flestir vilja allra helst“ segir heilbrigðisráðherra.“

Eins og fyrr segir rennur upphæðin til uppbyggingar um land allt en stærsta fjárhæðin rennur til viðbyggingar við Eldhús Hrafnistu og endurnýjun á búnaði þar en eldhúsið sé um að sinna matreiðslu fyrir öll Hrafnistuheimilin.

Þá fara um 70 milljónir í að færa aðbúnað íbúa hjúkrunarheimila í nútímalegra horf.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila