Framlög til menningar lista og íþróttamála jukust umtalsvert

Heildarframlög til málefnasviðs menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála jukust um 1,5 milljarða króna milli áranna 2017 og 2018, eða um 12%. Ríkisfjármálaáætlun 2019-2023 gerir ráð fyrir að útgöldin til þessara málaflokka muni haldast óbreytt út tímabilið.
Gert er ráð fyrir að virðisaukaskattur á bækur verði afnuminn í byrjun árs 2019, en ekki liggur fyrir hversu mikil tekjuminnkun ríkissjóðs verður vegna niðurfellingar skattsins og margar breytur geta haft áhrif á þær fjárhæðir. Vonast er til að afnám bókaskattsins hafi jákvæða keðjuverkun í för með sér fyrir bæði íslenska útgáfu og aðra menningarneyslu. Þá er gert ráð fyrir tímabundnum framlögum vegna máltækniáætlunar, en búist er við að framkvæmd hennar verði lokið á kjörtímabilinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila