Framsókn hafnar alfarið aðild að Evrópusambandinu

sigurduringiSigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir það skýra stefnu Framsóknarflokksins að Ísland gangi ekki í ESB. Sigurður sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í vikunni segir það staðfasta sannfæringu flokksmanna að Íslandi sé best borgið utan sambandsins og segir einfalt að rökstyðja þá afstöðu “ ef við horfum til þeirra landa sem hafa það hvað best í Evrópu þá eru það lönd eins og Noregur, Sviss, Ísland og Liechtenstein og við stöndum öll utan Evrópusambandsins og af hverju skyldi nú hagur okkar vera betri?, jú það er vegna þess að hagkerfi okkar er talsvert frábrugðið því þýska sem er auðvitað eimreiðin í Evrópusambandinu„,segir Sigurður.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila