Framsóknarmenn vilja efla samkeppnishæfni Íslands og koma því í fremstu röð

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, og formaður Framsóknarflokksins.

Stefna á að aukinni samkeppnishæfni Íslands og koma því í fremstu röð á sem flestum viðum. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins á haustfundi flokksins sem nú fer fram á Smyrlabjörgum. Sigurður sagði í ræðu sinni að ekki ætti að koma neinum á óvart að aðal áherslumál flokksins þessi misserin séu húsnæðis og atvinnumál en Sigurður segir að til þess að vinna megi bug á húsnæðisvandanum þurfi að byrja á að auka framboð á húsnæði, enn fleira þurfi að koma til.

Húsnæðislán til lengri tíma og verðtrygging er eitraður kokteill

Eitt af þeim atriðum sem Sigurður nefndi að taka þyrfti á eru löng verðtryggð húsnæðislán “ 40 ára verðtryggð húsnæðislán eru eitraður kokteill„sagði Sigurður. Þá sagði hann nauðsynlegt að tryggja þurfi stöðu þeirra sem séu að fjárfesta í sínu fyrsta húsnæði og að þeir tekjulægri geti einnig átt kost á að kaupa húnæði „ Að þessum málum er Ásmundur Einar að vinna og að samþætta svokölluðu svissnesku leið. Og það einmitt eitt af okkar kosningaloforðum. Fyrir rúmu ári síðan þá var eitt af kosningaloforðum Framsóknarflokksins að nýta lífeyrissjóðsgreiðslur til húsnæðiskaupa. Við sölu íbúðarinnar er iðgjaldinu skilað aftur inn í lífeyrissjóðinn. Við viljum fara svissnesku leiðina. ASÍ sagði þessa leið vera galna. Síðan þá hefur húsnæðisverð hækkað, og fyrir þá sem eiga húsnæði þá myndi sú ávöxtun teljast bærileg til að komast yfir hjallann.“ sagði Sigurður.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila