Franski ferðamaðurinn fannst látinn

kertid14juliFranskur ferðamaður sem björgunarsveitarmenn höfðu leitað að í rúmann sólarhring í Sveinsgili norðan Torfajökuls fannst látinn rétt eftir miðnætti í gærkvöld. Maðurinn sem hefði verið á göngu ásamt félaga sínum rann til á snjóbrú sem liggur yfir á í gilinu og lenti í ánni. Þaðan bar áin manninn undir ísinn sem lá yfir ánni. Félagi mannsins kallaði eftir aðstoð þegar ljóst var að maðurinn barst ekki með ánni undan ísnum. Björgunaraðgerðin var gríðarlega umfangsmikil enda aðstæður afar erfiðar en sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var meðal annars fengin til þess að sprengja ísinn til þess að auðvelda björgunarmönnum leitina. Eins og fyrr segir fannst maðurinn látinn en ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila