Frelsisflokkurinn býður fram í borginni

Gunnlaugur Ingvarsson skipar fyrsta sæti Frelsisflokksins í Reykjavík.

Frelsisflokkurinn mun bjóða fram í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum sem send var fjölmiðlum í morgun. Í tilkynningunni segir að Gunnlaugur Ingvarsson muni skipa fyrsta sæti lista flokksins í borginni en að stjórn flokksins muni innan tíðar stilla upp fullmönnuðum lista. Þetta er í fyrsta sinn sem flokkurinn býður fram í íslenskum stjórnmálum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila