Frelsisflokkurinn sækir um leyfi til að reisa tjald á Austurvelli

Frelsisflokkurinn hefur sent erindi til Reykjavíkurborgar þar sem flokkurinn óskar eftir að fá að reisa tjald á Austurvelli. Í umsókn sinni segist flokkurinn þó vera almennt á móti því að tjöld séu reist á Austurvelli sem sé heilagur staður “ en þar sem Reykjavíkurborg hefur þegar gefið leyfi til eins aðila fyrir mun stærra tjaldi þarna sem er búið að standa þarna í 5 sólarhringa þá sækjum við um þetta núna til mótvægis við samtökin No Borders og hóp erlendra hælisleitenda sem þarna eru núna og hafa búið um sig með leyfi borgaryfirvalda.  Við væntum þess að fljótt og vel verði brugðist við erindi okkar og okkur sem frjálsum félagasamtökum og íslenskum ríkisborgurum leyft að reisa okkar tjaldbúðir þarna til jafns við aðra nú þegar.“,segir í umsókninni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila