„Frjálslynda fólkið þolir ekkert nema eigin skoðanir“

Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur og yfirtollvörður.

Gáfumannafélagið og frjálslyndisfólkið er komið á stjá og hefur hátt vegna veru Piu Kjærsgaard forseta danska þingsins, og það þolir ekkert nema eigin skoðanir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns Guðbjörnssonar stjórnsýslufræðings og yfirtollvarðarí síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Guðbjörn bendir á að skoðanir Piu í málefnum flóttamanna séu ekki til komnar vegna fordóma “ ég meina menn eru að úthrópa hana nasista og fasista, ég bara spyr, hvar eru útrýmingabúðirnar?, getur einhver bent mér hvar þær eru?, hún hefur einfaldlega bent á að fara þarf varlega í þessum málum, ég tel mig nú vera frjálslyndann og mér finnst ekkert vandamál að taka á móti jafnvel nokkuð hundruð flóttamönnum á ári en ég er sammála um að það þarf auðvitað að fara varlega þegar kemur að þessum málum„,segir Guðbjörn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila