Fullgilding Istanbulsamningsins staðfest með formlegum hætti

Fulltrúar ýmissa félagasamtaka, þingmenn og ýmsir fleiri komu saman í gær í tilefni af fullgildingu Istanbúlsamningsins. Samningurinn kveður á um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, afhenti aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins staðfestingarskjal á dögunum um fullgildingu Íslands á samningnum. „Istanbúlsamningurinn er framsækinn samningur sem viðurkennir að ofbeldi gegn konum er kerfisbundið og á rætur sínar að rekja í ójafnri stöðu kynjanna. Það að samningurinn sé loks fullgildur hér á landi er mikið fagnaðarefni. Félagasamtök eru til dæmis nú komin með tæki í hendurnar til að minna stjórnvöld á skuldbindingar sínar. Eins geta ríki sett þrýsting hvert á annað um að gera betur og Ísland þarf að stand skil á sínu gagnvart Evrópuráðinu og sýna fram á að við stöndum við samninginn. Fullgilding samningsins nú er áfangi en alls ekki lokaskref. Nú stendur upp á okkur að tryggja að í hvívetna sé farið eftir samningnum og að unnið sé í anda hans við stefnumótun og lagasetningu,” segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila