Fullkomnasta landvinnsla á Íslandi reist á Grundarfirði

Frá Grundarfirði.

Uppbygging fullkomnustu landvinnslu á Íslandi mun hefjast innan tíðar á Grundarfirði en samningar þess efnis tókust milli G. Run fiskvinnslufyrirtækisins og Frostmarks ehf. Gert er ráð fyrir að afkastageta fyrirtækisins muni aukast um 40% með tilkomu hins nýja hluta landvinnslunnar en gert er ráð fyrir að hún rísi og verði tengd eldri hluta þess húsnæðis sem fyrir er. Með tilkomu nýju landvinnslunnar þarf eðli málsins samkvæmt að afla meira hráefnis til vinnslunnar og er gert ráð fyrir að framleiðsla fyrirtækisins fari upp í 35 tonn á dag þegar fullri afkastagetu er náð.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila