Fundað um varnir gegn hryðjuverkastarfsemi og ofbeldisáróðri á internetinu

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, tók þátt í fundi fyrir Íslands hönd á umræðuvettvangi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um internetið (EU Internet Forum) í Brussel í gær þar sem meðal annars var fjallað um varnir gegn hryðjuverkum á netinu og ofbeldisáróðri. Umræðuvettvangurinn var settur á laggirnar árið 2015 til samráðs fyrir ráðherra Evrópuríkjanna, Evrópulögregluna (Europol) og tæknifyrirtæki um varnir gegn notkun internetsins til hryðjverkastarfsemi og ofbeldisáróðurs.
Á fundinum var farið yfir þann árangur sem náðst hefur frá upphafi og verkefni sem framundan eru. Sérstaklega var fjallað um hvernig betur megi draga úr og sporna við skaðlegu efni tengdu hryðjuverkum sem birt er á netinu og hvernig einkaaðilar geti komið að þeirri vinnu. Auk ráðherra Evrópuríkjanna sátu fundinn forstöðumenn nokkurra stærstu samfélagmiðlanna og lýstu þeir meðal annars örri tækniþróun sem nýtist vel í baráttunni gegn ofbeldisáróðri á netinu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila