Fundu flóttamenn í kæligámi

Spænska lögreglan fann í gær átta flóttamenn sem höfðu falið sig í kæligámi flutningabíls á þjónustusvæði vöruflutningafyrirtækis á austur Spáni í gær. Lögreglan leitaði í gámnum eftir að henni barst nafnlaus ábending um að í gámnum væri fólk að finna en ekki er vitað hversu lengi fólkið , þar á meðal börn á aldrinum fimm til tíu ára gömul að talið er, hafði verið í gámnum þegar það fannst. Enginn af þeim sem fannst í gámnum var með skilríki meðferðis en fólkið var við ágæta heilsu þegar það fannst.Talið er að fólkið hafi ætlað að komast til Bretlands. Bílstjóri gámaflutningabílsins sem er frá Rúmeníu verður sóttur til saka af hálfu yfirvalda á Spáni fyrir smygl á fólki.

Athugasemdir

athugasemdir