Fyrirhugaðar breytingar á sænsku stjórnarskránni mæta harðri andstöðu

Fyrirhugaðar breytingar á tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár Svíþjóðar sem ríkisstjórn landsins hefur lagt fram hafa vægast sagt fallið í grýttan jarðveg í sænsku samfélagi sem brugðist hefur ókvæða við. Tillögurnar snúa að því að afnema bann við að stjórnvöld geti sett skorður við framsetningu persónulegra upplýsinga þegar kemur að fréttaflutningi en til þeirra upplýsinga teljast þjóðfélagslegur uppruni manna, stjórnmálaskoðanir, hvort einstaklingar séu aðilar að tilteknum verkalýðsfélögum, heilsufar, kynhegðun, hvort viðkomandi hafi gerst brotlegur við lög og svo framvegis, til dæmis megi ekki greina frá þjóðerni brotamanns heldur einungis kyni hans og aldri. Benda hagsmunaaðilar á að tillögurnar brjóti gegn öðru lagaákvæði sem kveður á um bann við ritskoðun auk þess sem ómögulegt verði fyrir háskólana að vinna með persónuupplýsingar í rannsóknum verði tillögurnar samþykktar.

Athugasemdir

athugasemdir