Fyrirhugaðar breytingar á vinnulöggjöf í Frakklandi falla í grýttan jarðveg

Verkalýðsfélög í Frakklandi standa fyrir umfangsmiklum mótmælum gegn nýkjörnum forseta Frakklands Emmanuel Macron og fyrirætlunum hans um breytingar á vinnulöggjöf landsins. Birtar hafa verið myndir af mótmælum í borgunum eins og Lyon, París og Rennes. Yfir 60 þúsund manns tóku yfir götur Marseilles. Olivier Mateo ritari verkalýðsfélagsins CGT gagnrýnir forsetann harðlega vegna málsins „forsetinn og forsætisráðherrann hans vilja umturna velferðarkerfi okkar, ekkert verður látið í friði og allir eru áhyggjufullir.“ Annar verkalýðsforingi Philippe Martinez sagði að ekki væri um vinnulöggjöf að ræða heldur væri Macron að veita atvinnurekendum frítt spil gagnvart verkalýðnum.  Vinsældir Macron hafa snarminnkað eftir að hann var kjörinn forseti Frakklands.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila