Fyrrum unnusti sænsku stúlkunnar áfram í haldi

Sænska lögreglan fór í gær fram á að gæsluvarðhald yfir fyrrum unnusta sænsku stúlkunnar Tove Moberg yrði framlengt vegna gruns lögreglu um að hann beri ábyrgð á andláti hennar. Eins og greint hefur verið frá fannst lík Tove skammt sunnan við Hudiksvall seint á mánudagskvöld eftir mikla leit lögreglu en hennar hafði verið saknað frá því á aðfararnótt laugardags. Þrír menn sem taldir voru tengjast hvarfi hennar voru handteknir fljótlega eftir að leit hófst en einn þeirra handteknu er fyrrum unnusti Tove. Hinum tveimur mönnunum sem handteknir voru hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan heldur rannsókn málsins áfram.

Athugasemdir

athugasemdir