Gagnalekinn í Svíþjóð: Yfirlit um hernaðartæki meðal lekagagna

Komið hefur í ljós að þau gögn sem komust í hendur rangra aðila í Svíþjóð vegna kæruleysis yfirvalda innihéldu meðal annars hernaðarlegar upplýsingar, þ.e gögn yfir öll hreyfanleg hernaðartæki landsins auk þess sem kennitölur allra almennra ökuleyfishafa  og fleiri persónugreinanlegar upplýsingar láku út. Málið hefur vakið upp spurningar um hvort nauðsynlegt sé að taka upp ný persónunúmerakerfi og skráningarkerfi ökutækja í kjölfar lekans. Eins og kunnugt er var tveimur ráðherrum ríkisstjórnarinnar skipt út vegna málsins en varnarmálaráðherra landsins situr þó enn. Stjórnarandstaðan hefur látið hafa eftir sér að ef ekkert nýtt komi fram til varnar ráðherranum muni að óbreyttu verða lögð fram vantrauststillaga gegn honum þegar sænska þingið kemur saman á ný eftir sumarleyfi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila