Gagnrýnir stjórnvöld fyrir að búa ekki betur að öryggi lögreglumanna í starfi

Snorri Magnússon formaður Landsambands lögreglumanna.

Það er á ábyrgð vinnuveitenda að búa þannig að starfsmönnum að heilsa þeirra og öryggi séu með sem tryggustum hætti og þar eru stjórnvöld að bregðast. Þetta kom fram í máli Snorra Magnússonar formanni Landsambands lögreglumanna í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Í þættinum ræddi Snorri um slysatíðni lögreglumanna í starfi sem hann segir að sé alltof há og á því beri stjórnvöld þunga ábyrgð „ í ársskýrslum Vinnueftirlitsins og fréttum af þeim hefur verið haft eftir yfirlækni Vinnueftirlitsins Kristni Tómassyni sú einfalda staðreynd að lögreglumenn á Íslandi eru alltof fáir„,segir Snorri. Snorri segir að hægt sé að rekja slys á lögreglumönnum til manneklu „ í þó nokkrum dæmum er hægt að benda á að undirmönnun hafi verið orsakavaldur að slysum, ekki eingöngu en hluti orsakanna hafi verið undirmönnun„.

Athugasemdir

athugasemdir