Gagnrýnir verklag við móttöku hvítabjarna

IMG_0473Árni Stefán Árnason gagnrýnir harðlega það verklag sem hefur verið viðvarandi við móttöku hvítabjarna þegar þeir hafa komið til Íslands. Árni sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í vikunni segir verklagið afleitt og að um handvömm að ræða því löggjafinn geri ráð fyrir að fara megi aðrar leiðir en farnar hafa verið síðustu ár, en hins vegar skorti viðbragðsáætlun “ það er ekkert vandamál að bregðast öðruvísi við og bera virðingu fyrir lífi þessara dýra, það er mín skoðun að eigi að gera en við höfum enga viðbragðsáætlun og alltaf brugðist við með sama hætti, skotvopn tekið upp og dýrið fellt, vandamálið er að við höfum ekki kynnt okkur aðferðir færustu sérfræðinga við að framkvæma svona björgun, og það er bara kominn tími til þess að þeir þingmenn sem komast til valda í næstu kosningum fari að gefa þessu máli gaum því þetta gengisfellir ásýnd Íslands„,segir Árni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila