Galin hugmynd að ætla að gera Kaupmannahöfn úr Reykjavík

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Það er galin hugmynd að ætla að gera Kaupmannahöfn úr Reykjavík eins og núverandi borgarmeirihluti virðist stefna að.
Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland formanni Flokks fólksins í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur í dag.

Inga bendir á að margar þær hugmyndir sem meirihlutinn hafi sett fram passi einfaldlega ekki í borgina, og nefnir sem dæmi borgarlínuna í því sambandi „í Kaupmannahöfn væri hægt að setja borgarlínu í allar áttir enda hafa þeir mjög breið stræti þar, en hér er það bara ekki hægt með því að troða því niður í þröngar göturnar, það er einfaldlega ekki hægt“, segir Inga.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila