Garðaholtið er falin perla rétt við túngarðinn

Rúna K. Tetzschner listakona og íslenskufræðingur.

Garðaholtið á Álftanesi er afskaplega fallegur staður sem á sér langa sögu um byggð frá fyrri tíð. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Rúnu K. Tetzschner listakonu og íslenskufræðings í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Rúna sem sér um forna bæinn Krók sem þar hefur verið gerður upp sem safn segir staðinn hafa mikið menningarsögulegt gildi,“ þarna eru merkilegar minjar, sem eru auðvitað mikil menningarverðmæti og þarna er mikil saga, auk þess sem þarna eru fornleifar„,segir Rúna.  Þá segir Rúna að það sem geri svæðið svo sérstakt er að þarna sé búið að flétta saman íbúabyggð og fornri byggð “ þetta er verndarsvæði en þarna eru jafnfram íbúar, ungt fólk sem erfir gömlu húsin, en þau hafa þó leyfi til að byggja ný hús, þannig að það er ekki búið að njörfa þetta svæði alveg niður„,segir Rúna. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila