Geðsjúkdómar stafa ekki af breytingum á boðefnum í heila

Einar Björnsson, Málfríður Hrund Einarsdóttir og Sigurborg Sveinsdóttir notendur Hugarafls.

Einar Björnsson notandi Hugarafls segir að hér á landi sé því enn haldið fram að geðsjúkdómar stafi af breytingum á boðefnum í heila þó þeir geri það alls ekki. Einar sem var gestur Edithar Alvarsdóttur í síðdegisútvarpinu í gær ásamt Málfríði Hrund Einarsdóttur og Sigurborgu Sveinsdóttur notendum Hugarafls segir það fáránlegt að því sé haldið fram að geðsjúkdómar stafi af breytingum á boðefnum í heila enda hafi verið sýnt fram á með rannsóknum að sú sé ekki raunin “ rannsóknir hafa sýnt það í fjöldamörg ár, og til dæmis má nefna að Sameinuðu þjóðirnar birtu í gær yfirlýsingu þar sem þessi nálgun á geðsjúkdóma er gagnrýnd og segja að verið sé að taka réttinn af fólki til mannsæmandi lífs með því að útdeila röngum upplýsingum„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugasemdir

athugasemdir