Gefur grænt ljós á formlegar viðræður án þess að afhenda formlegt umboð

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson segir að eftir samráð hans við þingmenn þeirra flokka sem hafa verið í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum síðustu daga hafi flokkarnir ákveðið að hefja formlegar viðræður. Athygli vekur að forseti boðar ekki leiðtoga neins flokks á sinn fund til þess að taka formlega við stjórnarmyndunarumboðinu heldur segir forseti í tilkynningu að formlegar viðræður hefjist nú þegar án þess að umboð hafi verið veitt með formlegum hætti. Enn fremur segir í tilkynningu frá forseta að hann búist við því að niðurstöðu af formlegum viðræðum sé að vænta í lok vikunnar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila