Geir Þorsteinsson verður oddviti Miðflokksins í Kópavogi

Geir Þorsteinsson oddviti Miðflokksins í Kópavogi.

Geir Þorsteinsson fyrrverandi formaður KSÍ mun leiða lista Miðflokksins í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknumæ Í tilkynningunni segir að Geir hafi áratuga reynslu á sviði stjórnunar, fjármála, reksturs og félagsmála. Þá segir einnig að Geir hafi m.a. starfað að fjölbreyttum verkefnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar frá 1981 og í Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ) frá 1992, sem framkvæmdastjóri KSÍ 1997-2007 og sem fyrr segir setið sem formaður KSÍ 2007-2017. Hann einnig hefur setið í nefndum fyrir Knattspyrnusamband Evrópu UEFA frá 1998 og Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA frá 2007 og sinnir nú sérstökum verkefnum fyrir Knattspyrnusamband Evrópu.

Geir segir að honum sé íþrótta og menningarlíf afar hugleikið og vilji láta að sér kveða á þeim vettvangi í Kópavogi ” Við viljum ná betri árangri í fjármálum Kópavogsbæjar þannig að lækka megi útsvarið úr 14,48% í 14% á kjörtímabilinu“ segir Geir. „Við leggjum áherslu á að í menntamálum standi nemendum til boða kennsla eins og best gerist ásamt því að vinna að stofnun framhaldsskóla í efri byggðum bæjarins og að bæjarbúar á öllum aldri fái notið fjölbreyttra menningar- og listviðburða og líflegs íþróttalífs í bænum, sér til skemmtunar og heilsubótar.
Miðflokkurinn mun kynna ítarlega stefnu sína og framboðslista á næstunni.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila