Gerðu tugi kílóa af sprengiefni upptæk

Lögreglan í Gautaborg tók í sína vörslu stóran gám sem innihélt 66 kíló af sprengiefni sem falið hafði verið inni í gámnum. Ábending barst frá tollayfirvöldum sem fannst gámurinn grunsamlegur þar sem staðsetning hans þótti óeðlileg. Eftir leit í gámnum kom í ljós að í gámnum voru nokkur hundruð virkar sprengitúbur sem vógu samtals 66 kíló. Grunur leikur á að gámurinn sé í eigu glæpagengis en sprengjur sambærilegar þeim sem gerðar voru upptækar hafa ítrekað verið notaðar í uppgjörum milli glæpaklíka bæði í Gautaborg og Malmö.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila