Gert ráð fyrir að hljóðdeyfar á stærri riffla verði leyfðir

hljoddeyfir3Fyrirhugað er að með breytingum á reglugerð um skotvopn og skotfæri verði heimilt að nota hljóðdeyfa á stærri gerðir riffla. Frumvarp um breytinguna er nú í umsagnarferli en hingað til hafa hlóðdeyfar á skotvopn verið alfarið bannaðir. Rökin fyrir þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru, eru þær að með því sé verið að vernda heyrn veiðimanna og draga úr truflunum sem háir skothvellir geti valdið í nærumhverfinu. Þá er einnig bent á að á öðrum Norður sé heimilt að nota slíka hljóðdeyfa. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu um fyrirhugaðar breytingar segir að nokkurs misskilnings gæti um hljóðdeyfa og því sé oft haldið fram að með notkun hljóðdeyfa á veiðirifflum geri þá hljóðlausa en sú sé ekki raunin, heldur sé eftir sem áður mælt með notkun heyrnahlífa meðfram notkun hljóðdeyfa.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila