Geta breytt genum lífvera á einfaldari hátt með nýrri tækni

Ný tækni svokölluð CRISPR tækni gerir vísindamönnum kleift að breyta genum lífvera á einfaldari og ódýrari hátt en áður hefur þekkst. Aðferðin fellst í því að klippa út með ákveðnum hætti út gen, skipta út eða bæta við eftir því sem við á hverju sinni. Aðferðina er hægt að nota á allar lifandi verur og því væri hægt sem dæmi að taka út gen sem hefur áhrif á erfðaeiginleka krabbameins og setja inn ósýkt gen í stað þess sýkta. Þá veitir nýja tæknin möguleika á því að rækta fram ákveðna eiginleika lífveru án mikillar fyrirhafnar með því að bæta inn genum sem hafa áhrif á þann þátt lífverunnar sem menn vilja bæta. Eins og svo oft áður hafa vaknað upp umræður um siðferðileg álitamál í ljósi þessarar nýju aðferðar, enda geti menn breytt lífverum hraðar með þessari nýju tækni en áður hafi þekkst.

Athugasemdir

athugasemdir