Gistinóttum fjölgar enn

Lítil lát virðist á straumi ferðamanna til landsins og ber fjölgun gistinótta þess glöggt vitni en þeim hefur fjölgað um þrjú prósent frá því í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri tölfræðiskýrslu Hagstofunnar. Mest fjölgaði gistinóttum hlutfallslega á Suðurnesjum eða um tíu af hundraði. Flestar gistinætur eru skráðar á höfuðborgarsvæðinu eðli málsins samkvæmt en helmingur allra skráðra gistinótta á landinu eru skráðar á höfuðborgarsvæðinu. Sé rýnt í heildartölur yfir skráðar gistinætur kemur í ljós að erlendir ferðamenn eru skráðir á 9 af hverjum tíu gistinóttum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila