Gjaldfrjálsar tannlækningar aldraðra og málefni nýs Landspítala á stefnuskrá Framsóknar

thingid23Framsóknarflokkurinn kynnti á fundi í Sjóminjasafninu í gær þau helstu mál sem flokkurinn setur í forgang á næsta kjötímabili. Meðal þess sem kom fram er að flokkurinn vilji koma á gjaldfrjálsum tannlækningum fyrir aldraða og að nýr Landspítali verði byggður á nýjum stað. Í stefnumálum flokksins má sjá að flokkurinn leggur sérstaka áherslu á þá sem eru koma undir sig fótunum og málefni eldri borgara. Hér fyrir neðan má sjá helstu áherslumál flokksins:
  • Hagur millistéttarinnar verði bættur enn frekar; neðra skattþrep verði lækkað verulega og persónuafsláttur verður útgreiðanlegur
  •  Peningastefnuna skal endurskoða, raunvextir á Íslandi þurfa að endurspegla breyttan efnahagslegan veruleika
  • Lágmarkslífeyrir aldraðra verði 300 þúsund krónur á mánuði og fylgi lágmarkslaunum á almennum vinnumarkaði
  •  Byggður verður nýr Landspítali á nýjum stað og framlög til heilbrigðisstofnanna um allt land aukin
  •  Tannlækningar aldraðra verða gjaldfrjálsar og hjúkrunarrýmum fjölgað um allt land
  •  Taka skal upp komugjald á ferðamenn sem nýtt verður til innviða
  •  Fæðingarorlof verði 12 mánuðir og greiðsluþak hækkað í 600 þúsund krónur, barnabætur hækkaðar og barnaföt verði án virðisaukaskatts
  •  Hluta námslána verður breytt í styrk og sérstök áhersla lögð á að styrkja iðn- og verknám
  •  Skoðað verði hvort beita megi skattaívilnunum til fyrirtækja og einstaklinga á efnahagslega veikum svæðum á landsbyggðinni
  •  Unnið skal eftir sóknaráætlun í loftslagsmálum sem er að fullu fjármögnuð til næstu þriggja ára í samræmi við skuldbindingar Íslands í Parísarsamkomulaginu
  •  Aðstoða ungt fólk með úrræðinu Fyrsta fasteign og öðrum aðgerðum í húsnæðismálum – leiguíbúðir og fjölgun námsmannaíbúða

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila