Glæpamenn í Malmö með skotæfingarsvæði í bílskúrum

Glæpamenn í Malmö í Svíþjóð starfrækja skotæfingarsvæði í bílskúrum víðsvegar um borgina. Þetta kom fram í umfjöllun sænska sjónvarpsins þar sem farið var með falda myndavél inn í slíka aðstöðu. Á veggjum aðstöðunnar má sjá för eftir kúlur úr hríðskotabyssum og öflugum rifflum. Erik Jansåker svæðisstjóri lögreglunnar í Suður Malmö segir að lögreglunni sé kunnugt um fjölda slíkra svæða og telur að um sömu glæpahópa sé að ræða sem reki æfingasvæðin og beri ábyrgð á mörgum morðum í borginni. Hann telur samt sem áður að hinum venjulega borgara standi ekki ógn af æfingarsvæðunum þar sem hóparnir vilji ekki verða handteknir við æfingarnar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila