Goldman Sachs spáir því að Donald Trump nái endurkjöri

Bankinn Goldman Sachs spáir því að Donald Trump forseti Bandaríkjanna nái endurkjöri á næsta ári þegar forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur segir að þetta komi fram í spá bankans um komandi kosningar, og bendir bankinn á að efnahagslífið sé í hæstu hæðum og hafi aldrei verið betra þar í landi “ þeir fylgjast náttúrulega mjög vel með efnahagslífinu og segja að ástandið hafi aldrei verið betra og að það séu engar blikur á lofti aðrar en þær að allt ætti að ganga áfram eins og vel smurð vél„,segir Guðmundur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila