Göngufólk í Oskarshamn þarf vopnaða lögreglufylgd

Lögregluyfirvöld í Oskarshamn í Svíþjóð hafa brugðist við ákalli útivistarfólks um að veita því lögreglufylgd eftir að skyggja tekur á kvöldin vegna ótta fólksins við að verða fórnarlömb glæpahópa. Að sögn Peter Karlsson lögreglufulltrúa í Oskarshamn er fyrirkomulaginu þannig háttað að lögregla nýtir þann tíma sem skilgreindur er sem æfingatími lögreglumanna til þess að hlaupa eða ganga með útivistarfólki. Lögreglumenn sem sinna verkefninu eru vopnaðir á meðan þeir sinna gæslunni. Slökkviliðsmönnum í bænum hafa einnig sammælst um að nýta æfingar sínar á sama hátt og verða því slökkviliðsmenn einnig sendir út af örkinni til þess að gæta öryggis göngufólks, ekki fylgir þó sögunni hvort þeir verði einnig vopnaðir.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila