Göngufólkið fannst heilt á húfi

Göngufólkið sem björgunarsveitir hafa leitað að í morgun fannst fyrir stundu í skála norðan við Þórsmörk. Ekkert amaði að fólkinu en ferðaáætlun þeirra gerði ráð fyrir því að þau kæmu að Básum í Þórsmörk 30.júlí. Þegar fólkið skilaði sér ekki var hafin eftirgrennslan í gærkvöld og hófst formleg leit í morgun og eins og fyrr segir fannst fólkið heilt á húfi við Þórsmörk.

Athugasemdir

athugasemdir