Græn dagskrá í Norræna húsinu um helgina

Norræna húsið stendur fyrir umhverfishátíð um helgina þar sem boðið verður upp á fjölbreytta umhverfisdagskrá fyrir gesti á öllum aldri. Markmiðið er að kynna einfaldar og skemmtilegar lausnir sem stuðla að grænni heimilum. Meðal þess sem boðið verður upp á eru smiðjur, fyrirlestrar, námskeið, kynningar, hönnunarsýning og heimildarmyndir. Viðburðirnir eiga allir það sammerkt að kynna leiðir til að nýta betur verðmæti í umhverfinu og draga með þeim hætti úr sóun á ýmsum sviðum. Þá verður meðal annars fjallað um hvernig heimili landsmanna virka hvert og eitt sem lítið vistkerfi og almenningi kennt að nýta það sem slíkt.
Samstarfsaðilar Norræna hússins á hátíðinni eru meðal annarra Garðyrkjufélag Íslands, Landvernd, Listaháskóli Íslands, Matís, Sorpa, Vakandi og Umhverfisstofnun sem verður með fræðslubás um umhverfismerki og matarsóun.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila