Gríðarlegur öryggisviðbúnaður vegna úrslitaleiks Ajax og Manchester united

Gríðarlegur viðbúnaður er vegna úrslitaleiks Ajax og Manchester united í evrópukeppninni í knattspyrnu sem fram fer á Friends Arena í Stokkhólmi í kvöld. Búist er við að yfir 100 þúsund ferðamönnum sem fara í gegnum Arlandaflugvöll vegna leiksins og að slegið verði nýtt met. Talið er að álagið verði svo mikið að ein af þremur aðalflugbrautum flugvallarins verður lokað í dag og einungis notuð sem stæði fyrir flugvélar, þar sem allir venjulegir inngangar við flugstöðvarnar verða yfirfullir. Búist er við 60% aukningu á sérflugum til Stokkhólms í dag vegna leiksins og fjöldi auka rútuferða verða farnar frá Arlanda beint á leikvanginn. Gríðarlegar ráðstafanir verða einnig gerðar í umferðinni og öryggisráðstafanir í forgangi. Vegna atburðanna í Manchester gaf sænska fótboltasambandið út yfirlýsingu, þar sem lýst er yfir harmi vegna atburðanna í Manchester og samúð með fórnarlömbum og aðstandendum þeirra. Segir í yfirlýsingunni að öryggismálin séu í algjörum forgangi en ekki vitað um sérstaka hættu enn sem komið er. Allir sem hafa keypt miða á leikinn hafa verið beðnir um að koma tímanlega vegna öryggisráðstafana en skilríki verða skoðuð og leitað á áhorfendum

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila