Grínleikarinn Volodymyr Zelenskí kjörinn forseti Úkraínu með 73% atkvæða

Zelenskí leikur kennara sem varð forseti í vinsælum sjónvarpsþætti í Úkraínu.

Volodymyr Zelenskí þjóðkunnur leikari og grínisti vann yfirburðasigur yfir sitjandi forseta Petro Porosjenko með 73% atkvæða í forsetakosningunum sem fram fóru Páskadag í Úkraínu. Sigraði hann í öllum kjördæmum, einnig þeim þar sem Porosjenko var sterkastur. Porosjenko, sem fékk aðeins 25% atkvæða eftir fimm ár í starfi, óskaði hinum nýkjörna forseta til hamingju með sigurinn og lætur af embætti í næsta mánuði skv. Reuters. Sem leikara og uppistandara skortir Zeleskij stjórnmálareynslu en hann hefur m.a. leikið forsetann „Vasylí Goloborodko“ í hinum vinsæla sjónvarpsþætti „Þjónn fólksins“. Hann talar bæði úkraínsku og rússnesku og er menntaður lögfræðingur. Hann fordæmdi hertöku Krímskagans 2014 og hætti eftir það að koma fram í Rússlandi. Gagnrýnendur hans segja að hann hafi enga flokksstefnu og gagnrýna hann vegna tengsla við oligarkinn Ihor Kolomojskyj sem er grunaður um glæpi og á sjónvarpsstöðina sem rak aðalkosningabaráttu Zelenskyji.

Zelenskij hefur lofað að taka upp friðarumræður við Rússa að nýju vegna stríðsins í Úkraínu. Hann tekur við Úkraínu í stríði við Rússa, gríðarlegri spillingu sem þjóðin er búin að fá meira en nóg af og segir sjálfur að hann viti ekkert um stjórnmál, efnahagsmál, alþjóðasambönd eða styrjaldarrekstur. Bert Sundström fréttaritari sænska sjónvarpsins skrifar á heimasíðu sjónvarpsins að vandinn við að taka upp viðræður við Rússa að nýju sé sá að friðarsamningur hafi þegar verið gerður en hvorugur aðilinn standi við sinn hluta samningsins. Því munu Rússar telja að Zelenskij vilji gefa eitthvað eftir en enginn veit hver áform Zelenskí eru. „Að hluta til hafa Úkraínumenn ekki kosið hinn raunverulega Volodymyr Zelenskí. Þeir hafa kosið skáldsögu. Í mjög vinsælum úkraínskum sjónvarpsþætti verður venjulegur kennari, Vasilý Goloborodko (leikinn af Zelinskí) allt í einu forseti sem berst gegn spilltri elítu landsins. En enginn veit hvernig forsetaleikarinn mun starfa sem raunverulegur forseti.“ 

Sjá nánar hér

Volodymyr Zelenskiy í hlutverki forsetans í sjónvarpsþættinum „Þjónn fólksins“.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila