Gripið til aðgerða til þess að flýta afgreiðslu hælisumsókna

leifsstodÚtlendingastofnun og innanríkisráðuneytið vinna nú að fjölþættum aðgerðum í þeim tilgangi að flýta afgreiðslu hælisumsókna. Til aðgerðanna er gripið vegna þeirrar gífurlegu fjölgunar umsókna um hæli sem berast útlendingastofnun og vegna erfiðleika við að útvega húsnæði fyrir hælisleitendur. Fram kemur í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu að 176 hafi sótt um hæli í septembermánuði og gert sé ráð fyrr að alls muni heildarfjöldi umsókna verða um 1000 í lok þessa árs, en nú þegar séu 560 hælisleitendur í umsjá Útlendingastofnunar og sveitarfélaga. Þá kemur fram að helmingur þeirra umsókna sem berast frá umsækjendum sem koma frá ríkjum á vestanverðum Balkanskaganum, flestir frá Albaníu og Makedóníu, en hlutfall umsókna frá þessum löndum er mun hærra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila