Guðmundur Franklín gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokks

gfranklin3Guðmundur Franklín Jónsson hótelstjóri og viðskiptafræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4-6 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðmundi sem hann sendi fjölmiðlum í morgun. Í tilkynningunni segir Guðmundur að hann hafi alla tíð haft brennandi áhuga á stjórnmálum og að hann telji sig hafa öðlast nauðsynlega reynslu til þess að sinna verkefnum á sviði stjórnmála. Guðmundur er með stúdentspróf  frá FÁ 1985. BSc gráða í viðskipta og hagfræði frá Johnson & Wales University, Providence, Rhode Island í Bandaríkjunum 1989. Löggiltur verðbréfamiðlari, General Securities Representative Exam, Series 7, 10 og 63, Financial Industry Regulatory Authority, New York, NY. 2000. Meistaranám í alþjóða-stjórnmálum og hagfræði við Charles University, Prag, Tékklandi 2005-2008. Þá lauk Guðmundur leiðsögumannaprófi frá Ferðamálaskóla Íslands í maí 2012. Guðmundur segir jafnframt frá því í tilkynningunni að hann sé talsmaður atvinnulífsins, lágra skatta og umhverfisverndar, og leggur áherslu á að þeir málaflokkar hafi sjaldan verið eins mikilvægir og einmitt nú, þá sérstaklega ferðaþjónustunnar sem sé að glíma við mikla vaxtarverki.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila