Gunnar Waage bannaður af Youtube fyrir að stela efni Útvarps Sögu

Gunnar Waage ábyrgðarmaður bloggsíðunnar Sandkassans.

Lokað hefur verið á aðgang Gunnars Waage og bloggsíðunnar Sandkassans að myndbandavefsíðunni Youtube vegna þjófnaðar Gunnars á efni Útvarps Sögu. Þjófnaðurinn fólst í að Gunnar tók í heimildarleysi þætti af vef stöðvarinnar, hlóð efninu upp á Youtube og birti það svo á vefsvæði Sandkassans. Um er að ræða alls 26 útvarpsþætti auk þess sem Gunnar hefur um langt skeið stolið fjölda mynda sem eru í eigu Útvarps Sögu af Facebooksíðu stöðvarinnar og birt á Sandkassanum. Sandkassinn er ekki fjölmiðill og því eðli málsins samkvæmt ekki skráður sem slíkur hjá Fjölmiðlanefnd, en Gunnar hefur um langa hríð blekkt lesendur Sandkassans og ranglega haldið því fram að bloggsíða hans væri fjölmiðill. Þær greinar sem birtar hafa verið á bloggsíðu Gunnars hafa innihaldið ærumeiðingar, róg og níðskrif í garð einstaklinga og eiga lítið skylt við efni sem fjölmiðlar birta.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila