Hækka tekjuviðmið vegna gjafsóknar

Ný reglugerð dómsmálaráðherra um hækkun tekjuviðmiða einstaklinga sem eiga rétt á gjafsókn hefur tekið gildi. Fram kemur í tilkynningu að  við mat á því hvort veita skuli einstaklingi gjafsókn framvegis miða við að tekjur hans nemi ekki hærri fjárhæð en kr. 3.600.000 í stað kr. 2.000.000 áður. Þá kemur fram að fyrir hjón eða sambúðarfólk hækki upphæðin úr kr. 3.000.000 í kr. 5.400.000. Þá munu viðmiðunarmörk tekna hækka um kr. 400.000 fyrir hvert barn á framfæri umsækjanda í stað kr. 250.000 áður.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila