Hælisleitendur fá desemberuppbót

Ríkisstjórnin ákvað á ríkisstjórnarfundi í gær að verja 5,6 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu í desemberuppbót til hælisleitenda sem bíða úrlausnar sinna mála hér á landi. Fram kemur í tilkynningu að hælisleitendur sem séu að bíða eftir niðurstöðu í sínum málum hafi undanfarin ár fengið viðbótargreiðslu í desember. Þá segir að 618 umsækjendur um alþjóðlega vernd þiggi þjónustu hjá  Útlendingastofnun og sveitarfélögunum Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ, og að þar af séu 138 börn.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila