Hættir í bankaráði Seðlabankans og í Miðflokknum eftir birtingu ummæla í leyniupptöku

Vilborg G. Hansen sem sat sem varamaður í bankaráði Seðlabankans fyrir Miðflokkinn hefur sagt frá störfum bankaráðsins og einnig sagt sig úr Miðflokknum eftir að leyniupptökur þar sem mjög umdeild ummæli þingmanna, meðal annars þingmanna Miðflokksins voru birt í gær á DV og Stundinni. Í yfirlýsingu Vilborgar sem hún birti á fésbókarsíðu sinni segir hún að sér sé ómögulegt að styðja flokkinn eftir að málið komst í hámæli og því telji hún rétt að yfirgefa flokkinn og þar með hætta sem varamaður í bankaráðinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila