Hafa fengið hótanir um æru og eignamissi vegna birtingu bankaskýrslunnar

vigdis13916Þingmenn í meirihluta fjárlaganefndar segjast hafa verið hótað æru og eignamissi af háttsetum embættismanni eftir birtingu skýrslu meirihluta fjárlaganefndar um einkavæðingu bankanna hina síðari. Þetta kemur fram í bókun sem hefur verið samþykkt af meirihluta fjárlaganefndar. Í bókuninni segir jafnframt að kvörtun vegna hótunarinnar hafi verið sett í viðeigandi ferli. Þá ítrekar meirihluti fjárlaganefndar mikilvægi þess að fram fari rannsókn af hálfu stjórnskipunar og eftirlitsnefndar á einkavæðingu bankanna hina síðari og leynd af gögnum sem henni tengjast verði aflétt. Bókunin er undirrituð af Vigdísi Hauksdóttur, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Páli Jóhanni Pálssyni, Haraldi Benediktssyni, Valgerði Gunnarsdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni. Hér fyrir neðan má sjá bókunina í heild.
Und­ir­ritaðir þing­menn ít­reka mik­il­vægi þess að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hrindi af stað rann­sókn og að leynd á gögn­un­um er varða málið verði aflétt.
Þing­menn inn­an stjórn­ar­meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar hafa fengið bein­ar hót­an­ir um æru- og eignam­issi frá hátt­sett­um emb­ætt­is­manni eft­ir að skýrsl­an hafði verið kynnt.
Kvört­un vegna þess verður sett í viðeig­andi far­veg. Í ljósi þeirra viðbragða telja und­ir­ritaðir enn frek­ar mik­il­vægt að rann­sókn fari fram.“
Bók­un­in er auk Vig­dís­ar und­ir­rituð af þing­mönn­un­um Guðlaugi Þór Þórðar­syni, Ásmundi Ein­ari Daðasyni, Har­aldi Bene­dikts­syni og Páli Jó­hanni Páls­syni.
Vig­dís seg­ir á Face­book-síðu sinni í morg­un að umræðan um skýrsl­una hefði því miður snú­ist nær ein­göngu um form en ekki efni.
„Það er mik­il­vægt að fram fari umræða um efni skýrsl­unn­ar. Reynt hef­ur verið að koma til móts við at­huga­semd­ir er varða formið og þess vegna hef­ur skýrslu minni með fylgiskjöl­um verið vísað til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar til frek­ari meðferðar

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila