Hafa komið í veg fyrir þrettán hryðjuverkaárásir á fjórum árum

Öryggissveitir sem stofnaðar voru í Bretlandi vegna vaxandi hryðjuverkaógnar hafa komið í veg fyrir þrettán mögulegar hryðjuverkaárásir í landinu frá árinu 2013. Þetta kom fram í máli Marks Rowley yfirlögregluþjóni hryðjuverkadeildar bresku lögreglunnar í samtali við fjölmiðla í dag. Mark greindi frá því að allt að 500 mál sem tengjast öfgahópum í landinu séu til rannsóknar að meðaltali á hverjum tímaþ Þá sagði Mark frá því að þriðjungur þeirra mála sem borist hafa og teljast til stærri mála hafi komið fram eftir ábendingar frá almennum borgurum. Mark sagði að þar sem ógnin sé orðin marvíslegri en áður sé það þeim mun mikilvægara að almenningur sé á varðbergi gagnvart þeirri ógn sem stendur af hryðjuverkamönnum.

Athugasemdir

athugasemdir